SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 1. júní 2024

MELITTA URBANTSCHITSCH

Fékk gefins ljóðabók fyrir mörgum árum ,,Ljóð frá ýmsum löndum" sem út kom árið 1946 og hefur að geyma ljóð sem Magnús Ásgeirsson þýddi og íslenskaði. Þar fer höfundurinn fögrum orðum um þá list að færa list á milli landa. Segir það vandasamt þegar orðsins list er annars vegar. Ég er sammála honum og það er líka þakkarvert þegar við fáum ljóð frá öðrum löndum sem fært hefur verið yfir á okkar ylhýra fallega mál. Magnús nefnir í inngangi að myndlist er orðfæri sem við skiljum vel og getum notið án þess að orð komi þar að nokkru gagni. Annað er uppi á teninginn þegar ljóð eru annars vegar. Hann segir svo: Ef við höfum yndi af fögrum hlutum og auga fyrir sérkennum góðrar myndlistar getum við notið hinna ólíkustu mynda frá fjarlægum öldum og löndum á sama hátt og þess sem var málað hér og höggvið í stein í fyrra; skilið þær og notið þeirra beint og án túlkunar. svo alþjóðleg er myndlistin, mál hennar að vísu með ýmsum breytingum og misjafnlega hreint, en þó alltaf og alls staðar eitt og hið sama. Eins og við vitum er þessu öfugt farið um list orðsins, sem flytja verðar af einu máli á annað krefst nýrra átaka og endursköpunar í hvert sinn og lætur þó ekki skipast til fulls nema stundum. 

Bókina prýða ljóð frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi og Spáni, Þýskalandi Rússlandi, Bandaríkjunum og Persíu. Fáeinar konar koma þar við sögu eins og Sigfrid Siwertz og Karin Boye frá Svíþjóð Agnes Miegel 1879 og Melitta Urbantschitsch frá Þýskalandi Mary Carolyn Davies og Dorothy Parker 1893 frá Bandaríkjunum. Skoðum aðeins Melittu frá Þýskalandi hver var hún?

Melitta Urbantschitsch Grunbaum fæddist í Vínarborg þann 21. febrúar árið 1902. Hún stundaði nám í þýsku, heimspeki og ensku við háskólann í Vínarborg og Ruprech-Karl háskólann í Heidelberg. Hún fékkst við kveðskap alla sína tíð og eftir hana liggur ótal efni í skáldskap. Árið 1928 lýkur hún við doktorsgráðu með ritgerð um leikskáldið Christia n Dietrich Grabbe. Melitta stefndi á leiklist í framhaldi af skólagöngu sinni. Hún fékk ráðningu við Koblenz leikhúsið og var þá með listamannanafnið Makarsk a. Hún giftist tónskáldinu Victor von Urbantschitsch. Fjölskyldan flytur búferlum til Íslands árið 1938 og hér heima starfaði hún áratugum saman sem kennari í erlendum tungumáli í Reykjavík. Melitta birti kveðskap sinn og heimspekilegar hugleiðingar í þýskum blöðum og tímaritum. Melitta á mörg höggmyndaverk sem prýða opinberar byggingar í Reykjavík. Á Grensásdeild er höggmyndin ,,Drottin gaf og drottin tók með ártalið 1943. Ástæðan fyrir því að Melitta og Victor leituð hælis hér var vegna ofsókna og brottvísunar frá Þýskalandi. Þá hugnaðist þeim ekki að snúa til baka til Austurríkis eftir lok stríðsins árið 1945.

Melitta var óþekkt sem listamaður og rithöfundur, en engu að síður þá er framlag hennar á svið ljóðlistar ótvíræð. Sett var upp sýning á Landsbókasafninu 2014 á æviferli og listsköpun til að minnast hennar framlags til menningar hér á landi. Sýningunni er í fyrsta lagi ætlað að kynna gögn er varða æviferil og listsköpun þessarar austurrísku skáldkonu.

Þar segir svo.; Bókmenntalegt samband hennar við hóp bókmenntafrömuða, sem kenndur er við Stefan George, er kynnt svo og afstaða hennar til heimspeki kenninga Karls Jaspers og skoðanaskipti hennar við skáldkonurnar Eriku Mitterer og Paulu von Preradovic.  Hin óþekktu kvæði í kvæðasafni hennar „Vom Rand der Welt“  („Frá hjara veraldar“) færa lesandann nær hinum sársaukafulla missi ættjarðar og móðurmáls og erfiðr  i aðlögun hennar að framandi og hrjóstrugu umhverfi útlegðarlandsins. Höggmyndir hennar markast bæði af umhverfi norrænnar dulhyggju og kristilegum trúarskoðunum, auk þess sem þau vitna um 
hin djúpu tengsl hennar við gyðingdóminn.

Melitta lést árið 1984

Hér má lesa um Melittu

Ljóð Melitte í ljóðabók Magnúsar

FRÁ LIÐNU SUMRI
Í dag kom sannur sumardagur fyrst:
sólgullinn morgunnn fram á heiði bláu
reis yfir engi, er lauguð döggum lágu,
ljómandi fyrr en sólin hafði birzt,
 
hófst yfir ána, er bugðast, blökk og glær,
sem bráðið silfur iði á stjörfu grjóti,
þar sem við bakkann æfir önd á fljóti
ungana sjö, er létu úr hreiðri í gær...
 
Og laufgræn blikar brekkan þín og mín!
Svo brimar lífið, jafnvel dauðu, í æðum,
að gluggi á koti gerist eldleg sýn,
og gömul amboð sprikla á sólskinsklæðum.
 
Hér skulum við í helgi þangnargeimsins
hvíla, við tvö... Ó, gleymda, dreymda fró,
birtunnar fylling, varma, ríka ró,
rödduð og dýpkuð kliði flugnasveimsins!
 
Eitt verður nú og fyrr og fjær og nær!
Friðheilög jörðin sæng og rekkjustokkur!
Við næmar hlustir niðar mold, sem grær...
Að nýju hefur sólin bjargað okkur!
 
          II
Lengi mun hætt við blossum söngvabríma
því brjósti, er enn af litlu finnur til:
við sólskinsstundar anganblæ og yl
ölvast það ljóðadraumsins villu og svíma.
 
Veila, sem líkist lesti á slíkum tíma,
er lífið kafar bölsins ægihyl!
Hvað stoða oss orð við hjartans undirspil,
er hug við ákall neyðar skyldi ríma?
 
Hver, sem er skáld í heimi blóðs og tára,
hver, sem þar veldur penna, er fjötrasára
bræður hans myrðir mannlegt djöflalæði,
máttugum vökva letri sína skrift!
vekjandi líf til krafta, kröftum svipt,
kvæði sín riti hann blíð eða sæði!
 
Eigið góðan kostningardag
Kveðja
Magnea