SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir28. september 2024

GLEYMDI UPPVASKINU VEGNA BÓKLESTURS

 

 

Í dag, 28. september, er fæðingardagur Þuríðar Briem, sem fæddist þennan dag fyrir 105 árum.

Þuríður var elsk að bókum og í minningargrein um hana, sem birtist í Morgunblaðinu 6. ágúst 2002, segir að hún hafi átt það til að gleyma uppvaskinu þegar hún var á kafi í bóklestri - því miður fór uppvaskið ekki frá henni, er bætt þar við.

Þuríður sendi frá sér eina ljóðabók og eina skáldsögu og er að sjálfsögðu í Skáldatalinu okkar.

 

Tengt efni