SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 1. október 2024

SUMIR SKRIFA Í ÖSKUNA, ÆVI SINNAR LJÓÐ

Ingibjörg Sumarliðadóttir fæddist að Bakka í Geiradal þann 3. desember árið 1899. Árið 1990 var gefin út ljóðabók með ljóðum hennar sem nefnd var ,,Ljósblik liðinna daga" Ljóðmæli og lausavísur. Bókin er gefin út til minningar um þau hjónin Ingibjörg og Karl Guðmundsson og segir í formála bókarinnar sem ritaður er af börnunum þeirra að móðir þeirra hafi verið mjög hagmælt og var hún vön að yrkja við ýmis tækifæri, eftirmæli og fleira. Ingibjörg kenndi sig við bæinn Valshamar. Þá kemur það fram í formálanum að ekki sé rakin ævisaga þeirra hjóna og væri það algerlega í andi þeirra að vera ekki að flíka neinu úr eigin lífi og bera á torg. 

Ljóðin eru vel ort en í bókina vantar þó efnisyfirlit að mínu mati. Mikið er af erfiljóðum en einnig ljóð um náttúruna eins og ljóðið ,, Í vetrar skrúða" 

Fagurt lít ég málverk 
á feldi bláum.
Múlann mjallhvítan
himin háan
gegnt Valshamri
gráskeggjuðum.
 
 
Morgunblaðið - 132. tölublað (14.06.1989) - Tímarit.is (timarit.is)