SIGRÍÐUR HJÁLMARSDÓTTIR - BÓLU
Á þessum degi 4. janúar árið 1834 fæddist þeim hjónum Hjálmari Jónssyni frá Bólu og Guðnýju Árnadóttur dóttirin Sigríður.
Sigríður þessi var hagmælt eins og faðir hennar. Finna má ljóðin hennar inn á Bragi, óðfræðavefur. Um Sigríði segir svo í Tímanum 5. mars árið 1952 í minningargrein um dóttur Sigríðar og Lárusar Erlendssonar Ingibjörgu Lárusdóttur.
Sigríður var prýðilega greind og skörgungur eins og hún á ættir til. Var hún vel að sér til handa og nærfærin. Stundaði hún ljósmóðurstörf fram á elliár og farnaðist vel. Hún dó 25. febrúar árið 1907 þá 74 ára gömul.
Ingibjörg Lárusdóttir dóttir hennar var rithöfundur. Hún gaf út skáldverkið Úr djúpi þagnarinnar árið 1936
Vert er að minnast þeirra kvenna sem settu svip á samtíðina því nú í ár eru liðin 50 ár frá kvennaári sameinuðu þjóðanna.
Dagur horfinn, komið kveld
klökk ég horfi á birtu dvína
enn í horfi öllu held
þó illa horfi um framtíð mína.
Eins er hér og eyðisker
ekkert ber til gleði.
Kríuger og hrafnaher
helst er mér að geði.
Gömlu sárin minna á margt
mæðutár á vanga.
Nýja árið er svo bjart
eitthvað skár mun ganga.
Margur villist lífs um lönd
þó leiðir þekki að fullu og réttu.
Gott er að eiga heila hönd
að hjálpa og styðja að marki settu.
Nú er sól um sund og hól
sæl við pólinn njóla.
Brosir fjóla á bláum kjól
blítt í skjóli hóla.