EVE
Út er komin bókin Eve, How the female body drove 200 million years of human evolution. Höfundur er Cat Bohannon. Bohannon er allt í senn rannsakandi, fræðimaður og rithöfundur. Hún lauk doktorsprófi árið 2022 frá hinum virta Columbia háskóla í Bandaríkjunum þar sem hún rannsakaði þróun frásagnar og vitsmuna. Verk hennar hafa birst í Science, The Atlantic, Scientific American, The Best American Nonrequired Reading, Lapham's Quarterly, The Georgia Review og Poets Against the War. Eve er fyrsta bók hennar og metsölubók New York Times. Bókin var valin bók ársins hjá Foyles og Audible, bók mánaðarins hjá Blackwells og Powell's Pick og var tilnefnd til Royal Society verðlaunanna, Orwell-verðlaunanna og kvennaverðlaunanna árið 2023. Bohannon býr í Bandaríkjunum.
Hér er um áhugaverða bók að ræða sem á erindi við marga, sérlega vegna þess hvernig hún skoðar samhengi á milli frásagnar og vitsmuna með því að kafa djúpt ofan í rannsóknir sem gerðar hafa verið á líkama kvenna allt frá örófi alda til dagsins í dag.
Í formálanum segir hún okkur frá því hvað dreif hana áfram að rannsaka þessa hluti og vakti það strax áhuga á frekari lestri bókarinnar.
Hver vill ekki vita ástæðuna fyrir því að konur vakna oftar upp í miðri skurðaðgerð en karlmenn og hver vill ekki vita hversvegna mennirnir eru einu spendýrin sem þurfa á hjálp ljósmæðra að halda við fæðingar. Svo lítið eitt sé nefnt.
Bókin skiptir hún upp í 9 kafla. Milk, Womb Perseption, Legs, Tools, Brain, Voice, Menapause og Love. Bókin var í allt að 10 ár í smíðum.
Á bakhliðinni stendur:
Áhugaverð bók sem vert er að lesa.