Í PALLBORÐi ÁRIÐ 1987
Árið 1987 var bókmenntahátíð í Reykjavík þar sem áhersla var lögð á kvennabókmenntir. Húsfyllir og rúmlega það var
í Norræna húsinu þegar þar fóru fram pallborðsumræður um konur og bókmenntir. Þar var m.a. Fay Weldon, sem skrifaði Praxis (1981), Ævi og ástir kvendjöfuls (1985), Sveitasælu (1989) og Brandara breiðvöxnu konunnar (1989). Dagný Kristjánsdóttir þýðandi Praxis las bókina í útvarpið á níunda áratugnum og vakti það meiri athygli og umtal heldur en þegar bókin sjálf kom út á íslensku, margir neyksluðust á hispursleysi höfundar. Efnistök og persónusköpun þóttu sérstæð og bókin var mjög umdeild. Nú er hægt að nálgast lesturinn á vef rúv. Bækur Weldon voru hressilegt innlegg í kvennabaráttu á 7. og 8. áratugnum.
Í viðtali í Morgunblaðinu 16. september 1987, segir Weldon m.a:
„Skáldsaga hefst með hugmynd, skoðun, afstöðu. Svo getur allt tekið aðra stefnu, þegar- farið er að vinna úr þessu. Praxis er skrifuð um eitt orð. Praxis er marxiskt hugtak þegar kenning verður raunveruleiki. Praxis er kvenmannsnafn frá Viktoríutímanum, praxis er fullnæging, praxis er þáttaskil. Það var spennandi að láta þessi orð og það sem í þeim felst tengjast saman inni í sögunni og persónunum og atferli þeirra. Það var gaman að glíma við þetta, en ég var ekki vísvitandi að reyna að hneyksla einn né neinn. En mér var skemmt, ég ber ekki á móti því.“
Isabel Allende heiðraði hátíðina með nærveru sinni. Hún sagði m.a. í pallborði:
„Bók minni, Húsi andanna, hafði verið hafnað af öllum forlögum í rómönsku Ameríku og hún fékkst ekki gefin út fyrr en ég sendi handritið til útgefanda á Spáni.“ Það þarf mörgu að breyta áður en konur sitja við sama borð og karlar í rómönsku Ameríku, sagði Isabel Allende ennfremur og nefndi að fjölmörg svið væru algerlega lokuð konum, svo sem stjórnmál, saga og kynlíf".
Á hátíðinni var einnig franski rithöfundurinn og aktívistinn Benoîte Groult (1920-2016) sem tók frægt dæmi úr Sérherbergi eftir Virginiu Woolf:
„...ef William Shakespeare hefði átt systur sem hefði búið að sömu snilligáfu og hann hefði henni sjáifsagt annaðhvort verið drekkt í bameignum eða hún hreinlega lokuð inni á hæli og talin snarvitlaus. „Eða hvað halda menn að hefði gerst ef Paul Gauguin hefði verið kona og hefði hlaupið frá manni og ungum bömum til að fara að mála á Suðurhafseyjum? Hún hefði verið handtekin af lögreglunni áður en hún hefði einu sinni komist út úr Frakklandi. Af því að Gauguin var hins vegar karlmaður er hann talinn maður að meiri fyrir að hafa látið undan listþrá sinni.“
Groult nefndi jafnframt að á síðustu 30 árum hefði meira gerst í réttindamálum kvenna en á 300 árum á undan.
Alltaf fjör á bókmenntahátíð!