Lindin blá
Ljóð dagsins er eftir Steinunni Finnbogadóttir 1924-2016.
Það birtist í Morgunblaðinu þann 7. október 2000. Fallegt kvæði hér á ferð sem dregur upp mynd af lindinni fögru og við hin skiljum strax að sorgin á sér djúpar rætur. Gæti verið að Steinunn sé hér að leggja sitt af mörkum í baráttu kvenna fyrir bættum kjörum. Steinunn var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970-1974 og varaborgarfulltrúi 1974-1978.
Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðarráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar Samgöngu- og félagsmálaráðherra til ársins 1973.
Lindin bláDimmblátt af dropum og tárumer djúp hinnar hljóðu lindar.Ung - en þó aldin að árumandlit fegurstu myndar.Hún brosir um bjartar næturvið blikandi stjörnu her,og gefur öllu gætursem gott og fagurt er.Hún hefur svo oft heyrt óminnog eignast þeirra mynd,sem unna og elska hljóminnog aðrir kalla synd.Hún myndir og minningar geymirmeitlaði í gullin stein.Í hyldýpi hana dreymirum harma og gróin mein.Finni hún tárin fallaí faðm sinn, hin tæra lind.Örsmáar öldur kallaupplifðu fagra mynd.