SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir10. október 2025

KAFFILJÓÐ

Rak augun í ,,Kaffiljóð" 2025 í bókabúð um daginn lítið laglegt eintak af örfáum ljóðum sem vakti forvitni mína. 

Höfundur hennar er Ingibjörg Pálmadóttir og myndskreytir er Rakel Guðnadóttir. Stutt og hnitmiðuð ljóð sem fínt er að lesa með kaffibollanum sem við tengjum öll við að fá okkur nokkrum sinnum yfir daginn. 

Ljóðabókin er örlitið ferðalag manneskju sem gengur í gegnum ástarsorg með kaffibollann ávallt innan seilingar. Ýmist fullan, hálfkláraðan, kaldan eða of heitan. Stundum tvo í einu annar ókláraður og óþrifinn, hinn með ný uppá hellt. Uppháhalds bollinn datt í gólfið og búið var að raða brotunum saman og líma en hvernig sem það er gert verður hann aldrei sá sami.

Höfundur trúir því að ástin lifi lengur en sem nemur einum kaffibolla og þegar bollinn tæmist alveg veltir hún því fyrir sér hvort og eða með hverjum sá næsti yrði drukkinn.