Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙ 6. nóvember 2025
ÞÆR LEYNAST VÍÐA
Þann 16. október s.l. voru liðin 210 ár frá fæðingu Gunnu-Skáldu
Guðrún Pálsdóttir frá Vestmannaeyjum var fædd 1815-1890 dóttir Páls skálda prests Jónssonar frá Kirkjubæ. Páll var talinn eitt af höfuðskáldum Vestmannaeyja. Í bókinni ,,Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum 2. Útgáfa árið 1966 eftir Jóhann Gunnar Ólafsson segir svo frá.: ,,Það mun vera leit á því héraði á Íslandi þar sem ekki eru hagyrðingar, sem kasta fram lausavísum við alls konar tækifæri, eða senda náungunum tóninn í ljóðum. Misjafnlega mikið kveður að þessu, og eins er hitt, að sjáldfgæfir eru þeir menn er skara fram úr að hagmælsku og hnyttni í hugsun og orðfæri. Í Vestmannaeyjum hefur einnig nokkuð kveðið að þessu, og hafa þar verið menn, sem ágætlega hafa verið hagmæltir og hafa látið fjúka í kveðlingum, en flest af þeim kveðskap er nú gleymt og grafið, því enginn hefur þar verið til þess að halda því til haga‘‘
Guðrún dóttir Páls var ein af þessum hagyrðingum hún orti talsvert en hún þótti bæði hagmælt og hraðkvæð og átti hún það til að senda mönnum tóninn í ljóðum. Ung giftist hún Ólafi Guðmunssyni bónda og smið á Kirkjubæ en skildi við hann. Eftir það flakkaði hún víða um Suðurland en kom til Vestmannaeyja aftur um 1876 og var þá á sveitaframfæri, hún mun þá hafa verið orðin blind. Guðrúnu er lýst svo í bókinni, ,,hún var há og grannvaxin, vel á sig komin, þunnleit í andliti og föl yfirlitum, með svart hár. Hún var talin vel skynsöm, en ekki aldæla í skapi. Óvinum sínum var hún þung í skauti og ekki heiglum henta að eiga orðastað við hana. Va hún talin ákvæðaskáld, eins og faðir hennar og stóð mörgum stuggur af henni.
Heimild:
Úr bókinni
Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum 1966
Nokkur ljóðmæli eftir Guðrúnu
Ef þú verður erkiflónog andskotinn þig kallar,gefðu þig undir hann Gerðis-Jónmeð gerðir þínar allar.
Nú fann ég nýjan fund,nú fékk ég gleðistund,nú brá í brún.Pétur ég prúðan finn,pilturinn er það minn,ég eignast unglinginn,egta gott ráð,læt ég hann lesa kver,líkt og fullorðinn er,en skriftin skrykkjótt er,sjaldan mjög fín.
Einmana stend ég uppi sem kveikur,eða sá reyrinn í vindinum stár,minn gerist kraftur sá mannlegi veikur,miskunn virzt senda mér drottinn minn klár.
Hér vola tár á tár,titrar hjarta og stynur,og má þola sár á sár,sviptur hver minn vinur.
Mínum dæmi er málum í,þá mæðu klingir harpa,áhyggjur ég allri þvíupp á drottinn varpa.
Margt þó hlera megi ég hér,og megnar þrautir kanna,þyngst umbera meinast mérmissi ástvinanna
Er mín staðföst ást og traustá einum guði sönnum,flest mun annað lánið laust,að leita þess hjá mönnum.
Þar staðfastan veit ég vin,í vandræðum að leita,ástin sú er ekki lin,sem aldrei kann að neita.
Ó, að lífs míns kæmi kvöldog Krist minn sæi ég blíða.Þó ég lifi á aðra öld,aldrei skal ég kvíða.
Heyrðu bænar-hrópið mitt,himnesk sendu ráðin,byrgðu ei lengur brosið þitt,blessuð dýrðar-náðin.
Kveðja
Magnea