Steinunn Inga Óttarsdóttir∙31. desember 2018
BLÓM ÞAGNARINNAR - Ljóð eftir Þuríði Guðmundsdóttur
Síðasta skáldkonan sem bætist við skáldatalið 2018 og er jafnframt öftust í stafrófi þeirra sem þar eru fyrir er Þuríður Guðmundsdóttir (f. 1939).
Hún hefur samið sjö ljóðabækur en nýjasta bók hennar er Konan með slöngupennann (2014), skáldverk með blandaðri tækni. Hún er öndvegis skáld en hefur verið nefnd blóm þagnarinnar í íslenskum skáldskap. Frekari upplýsingar um æviferil hennar eru vel þegnar.
Landslag
Dag eftir dag
höfum við gengið þessa leið
í gegnum okkur sjálf
og þó er hún aldrei eins
landslagið
er alltaf að breytast
dag eftir dag
í gegnum okkur sjálf
með gleði, eftirvœntingu eða af gömlum vana
í gegnum okkur sjálf
með ótta
af því að landslagið
er alltaf að breytast
(birt í Andvara, 1987)
Mynd af Þuríði Guðmundsdóttur: Lesbók Mbl, 2007