SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Þórunn Rakel Gylfadóttir

Þórunn Rakel Gylfadóttir er fædd í Reykjavík árið 1968 og er uppalin í Hafnarfirði.

Þórunn Rakel er með BS-próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands, kennsluréttindi og meistarapróf í viðskiptafræði frá sama skóla. 

Þórunn leggur stund á nám í ritlist við Háskóla Ísland og kennir sjálf ritlist í Hagaskóla.

Fyrsta skáldsaga Þórunnar Rakelar, Akam, ég og Annika sem er ætluð ungmennum, vakti mikla athygli og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka.  

Þórunn Rakel býr í Reykjavík og á þrjú börn.


Ritaskrá

  • 2022  Takk fyrir komuna: Hótelsögur (ásamt fleiri höfundum)
  • 2021  Akam, ég og Annika

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2021  Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Akam, ég og Annika