Guðbjörg Jónsdóttir á Broddanesi
Guðbjörg Sigfríður Jónsdóttir var fædd 11. október 1871 og lést 30. desember 1952.
Guðbjörg var lengst af húsfreyja á Broddanesi í Strandasýslu. Hún er þekkt fyrir þjóðlífslýsingar frá 19. öld í bókunum Gamlar glæður, Minningar og Við sólarlag en þá síðastnefndu las hún fyrir eftir að hún varð blind. Einnig birtust ljóð og greinar eftir hana í Kirkjuritinu.
Hún orti m.a.:
Í bókinni Gamlar glæður er að finna frásögn af jólahaldi í íslenskri baðstofu seint á nítjándu öld.
Mikið hlakkaði jeg til aðfangadagskvöldsins; þá fjekk jeg að fara í bestu fötin sem jeg átti til, og mjer fanst jeg vera ákaflega fín, en um það hugsaði jeg mikið. Þegar búið var að kveikja ..., fór móðir mín fram í stofuloft til að sækja kertin. Hún gaf öllum á bænum tvö kerti... Faðir minn fjekk tvö kerti eins og aðrir, þó að hann væri blindur. ... Þegar allir voru búnir að fá kertin, fjölgaði ljósunum í baðstofunni. Nú voru blessuð jólin komin.... Nú höfðu allir nóga birtu, nema faðir minn; þó var enginn glaðari en hann; verið getur að hann hafi einhverstaðar átt stærra ljós en við hin. ..." (texti úr predikun GK).
Í formála bókarinnar segir Guðrún að henni sé ljúft að fræða börn og unglinga um það hvernig umhorfs var á æskudögum hennar á seinni hluta 19. aldar. Flestir kaflarnir í bókinni segja frá ættingjum, vinum og sveitungum. Í einum kaflanum segir hún frá slysi þegar Þorsteinn bróðir hennar og fleira fólk drukknar. Hún fjallar um kaupstaðaferðir, brúðkaupsveislur, jólin, skemmtanir og bókalestur og heimilishætti.
Guðbjörg á svo sannarlega skilinn sinn sess á skáld.is. Hún segir á einum stað:
„Jeg hef áður getið þess, að Valgerður langamma mín var systir Einars á Kollafjarðarnesi. En hún átti sjer minni sögu en hann, það er að segja, sem skráð verður. Hver veit nema þessar gömlu, gleymdu konur hafi átt sjer sögu alt að einu merkilega og skemmtilega og sumir karlmenn, sem mikið er þó skrifað um, mest vegna þess að þeir voru ríkir? Hver þekkir strit og stríð konunnar, sem vinnur í kyrrþey og þegir allar sínar vonir og óskir í hel?“
Hún er ein af þessum gleymdu skáldkonum sem stóð í skugga karla sem þóttust allt vita um bókmenntir heimsins (sjá Glósubók ljóðskálds, 1. des. 2018)
Guðbjög var jörðuð að Felli í Kollafirði, að eigin ósk.
Hér má sjá fjölskylduna í Broddanesi á ljósmynd frá ca. 1925-1930.
Ritaskrá
- 1952 Við sólarlag
- 1951 Herborg á Heiði
- 1943 Gamlar glæður
- 1929 Minningar frá bernsku- og æskuárum