SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir er fædd 9. júlí árið 1993 og ólst upp í Mývatnssveit. Árið 2013 lauk hún stúdentsprófi frá MA og dvaldi eftir það í nokkra mánuði í Montpellier í Suður-Frakklandi og lærði frönsku.  Jóna lauk BA-námi í íslensku frá HÍ og haustið 2017 hóf hún meistaranám í ritlist við sama skóla. 

Jóna Kristjana hefur gefið út eina ljóðabók, Skýjafar, (2016), sem kom út hjá Partusi. Þar birtast fíngerð kvæði „um nándina og fjarlægðina milli fólks, þar sem náttúra landsins, veður og birtubrigði hljóma undir“ eins og segir í kynningu bókarinnar.

Jóna Kristjana hefur einnig birt ljóð í tímaritinu Stínu. Þá hafa ljóðaumfjallanir eftir hana birst í vefritinu sirkustjaldid.is.

 




Ritaskrá

  • 2016 Skýjafar