Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík
Teresa Dröfn Njarðvík er fædd í Reykjavík árið 1991.
Teresa bjó víða á landinu á yngri árum en ólst upp að mestu leyti á Bakkafirði og í Mosfellsbæ.
Teresa lauk International Baccalaureate Diploma námi frá MH 2010. Hún lauk B.A. prófi í bókmenntafræði (með þjóðfræði sem aukagrein) við Háskóla Íslands árið 2014 og M.A. prófi í miðaldafræðum við sama skóla árið 2016.
Teresa leggur stund á doktorsnámi við Háskóla Íslands í íslenskum fræðum og fæst við handritafræði, rímur og rúnir.
Fyrsta ljóðabók Teresu kom út 2013 og nefnist Bragleikir og síðan hefur hún sent frá sér aðra ljóðabók, auk þriggja bóka um rúnir, eina á íslensku og tvær á ensku.
Ritaskrá
- 2018 Runes. A brief history
- 2018 Runes. The Icelandic book of Fuþark
- 2018 Íslenskar rúnar. 1000 ára saga
- 2017 Antikenosis: Óreiða/Festa
- 2013 Bragleikur
Þýðingar