SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn15. febrúar 2018

ÁNÆGJULEGIR ENDURFUNDIR. Ljósar hendur

Ágústína Jónsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þóra Jónsdóttir. Ljósar hendur. Úrval. Reykjavík: Fjölvi 1996

Ritdómur eftir Sigríði Albertsdóttur:

Ljósar hendur heitir nýútkomin bók með úrvali úr ljóðum skáld kvennanna Ágústínu Jónsdóttur, Vilborgar Dagbjartsdóttur og Þóru Jónsdóttur. Vilborg og Þóra eru væntanlega vel kunnar lesendum og Ágústína hóf feril sinn eftirminnilega með þremur stórglæsilegum ljóðabókum árin 1994 og 1995.

Það er vel til fundið að etja þessum þremur konum saman á fagnaðarfund, eins og segir í undirtitli bókar, en ekki ætla ég þó að gera þeim þann óleik að bera ljóð þeirra saman! Það væri með góðum vilja vissulega hægt því yrkisefnin eru mörg hver af svipuðum toga. Hér er ort um ást og söknuð, leitina að lífsfyllingu og skáldskapinn sjálfan.

En þessi upptalning segir að sjálfsögðu ekkert um ljóð kvennanna þriggja sem hver um sig hefur þróað með sér sinn sér staka persónulega stíl. Hjá Þóru má enn sem fyrr greina tregafullan, eirðarlausan en æðrulausan undirtón þar sem leitin að viðsættanlegri ímynd í viðsjárverðri veröld er eitt meginþemað. í ljóðum Ágústínu er ástin í sínum margbreytilegu mynd um meginstefið, ást sem er ofin inn í textann, gjarnan með náttúruna sjálfa að leiðarljósi sbr. ljóðið „Tré": „Rismikið form þess/sterkt/eins og þú/sem ég varast að/elska" (15).

Og Vilborg færir okkur undurfögur ljóð um ást og lífsgleði og glettna ljóðið „Barna gælu" en einnig dæmigert heimsádeiluljóð i vilborgskum anda þar sem furðulostinn ljóðmælandinn ber saman sakleysi og valda græðgi á einfaldan en áhrifaríkan hátt:

 

Þeir sitja umhverfis borðið
annarlegir spilamenn
og kasta tening um um líf mitt
líf okkar.
í nótt undraðist ég
að líka þeir voru börn
eins og hann sem liggur í vöggunni
og fyllir herbergið
andardrætti sínum.

(Ráðið bls. 45)

 

Skáldkonurnar hafa sjálfar valið ljóðin í bókina og að auki hafa þær Ágústína og Þóra myndskreytt nokkur af ljóðum sínum. Snorri Sveinn Friðriksson á mynd skreytingar við ljóð Vilborgar og er óhætt að segja að þessi listræna við bót auki hróður eigulegrar bókar.

En eitt verð ég þó að fetta fingur út í. Það er greinilegt að útgefanda hefur verið mikið í mun að gera bók þessa sem best úr garði, en stundum er hægt að gera betur en vel. Bókin er vægast sagt ofhlaðin skrauti. ístað þess að láta staðar numið við myndirnar hefur útgefandi látið útbúa skrautramma í öllum regnbogans litum í kringum hvert ljóð. Þessi mikilfenglega múndering stingur í augun eins og blikkandi neonljós og hefur truflandi og ergjandi áhrif á lesturinn. Það hefur nú varla verið markmiðið.

En að þessu slepptu: ljóðin standa fyrir sínu. Auðvitað má alltaf deila um ljóðaval í safnritum. Það verður alltaf eitt hvað út undan, einhver ljóð sem lesandinn saknar. En kannski er það einmitt kosturinn við safnrit sem þessi. Þau hvetja lesendur til endurnýjaðra kynna við skáldin og það sem meira er: vekja forvitni hjá nýjum lesendum. Að minnsta kosti má leiða líkur að því þegar um jafn vandaðan skáldskap er að ræða og í Ljósum höndum.

 

Pistillinn birtist í DV 25. nóvember 1996