Það gerist ekki oft að trúarljóð eru ort nú á dögum. Það gerðist þó nú á haustmánuðum. Halla Jónsdóttir aðjúnk við menntavísindasvið Háskólans gaf út ljóðabókina ,,Eitt andartak" þar yrkir hún falleg ljóð um þakklætið, vonina og þær fjölmörgu tilvistarspurningar sem leitað geta á hugann.
Bókinni skiptir hún upp í 4 kafla og bera þeir heitið Traust, Von, Þakklæti og Friður himinsins. Við lestur ljóðanna fara í gang hugsanir er varðar samskipti manna á milli. Nú á tímum samfélagsmiðla og fréttaveitna er ekki frá því að manni finnist sem nú séu ófriðartímar. Burt séð frá þeim stríðum sem geysa í Úkraínu og fyrir botni Miðjararhafsins, þá geysar ófriðurinn víða. Menn karpa og rífast út af svo smáum hlutum að undrun sætir. Flestir vilja að friður ríki meðal manna en kynda svo undir mikið bál og allt verður vitlaust. Það er ekki fyrr búið að mynda hér nýja ríkisstjórn að ofstækismenn ráðast að henni með gífuryrður og kröfum um skýringar á sáttmálanum. Er hann fullnægjandi, er hann nógu góður? Hvar er friðurinn?
Ljóðabókin fjallar um þetta um leið og hún fjallar á persónulegan máta ósk Höllu um kyrrð og frið.
í kyrrðinnikemur þúhljóðlegaég hvíslanafn þittþú ert hjá mér oghugurinn kyrristþú sem reytirillgresihjartanshlúirað blómunumfærir méryl kærleika þínsog leggur migí vöggu náðarinnar
og á blaðsíðu 18
neitaað látaböliðmyrkriðvonleysiðhafasíðasta orðið
Matthías Jóhannesson (1930-2024) gaf út ljóðabók er hann kallaði ,,Sálmar á atomsöld" og Hreinn S. Hákonarsson fjallaði um nú í vor og kallaði Sálmaskáld atomaldar. Halla er líka sálmaskáld atómaldar í þeim skilningi að þau eru ort á tímum ófriðar og spennu í heiminum, þá fjalla þau um frið og kærleik og eru bæði knöpp og falleg. Boðskapurinn er skýr, Höllu er greinilega umhugað um líðan fólks á tímum fjölmenningar og fjölmiðla.
Þess má geta að Halla tók þátt í, fyrir nokkrum árum að rannsaka ýmsa þætti eineltis og er varðaði líðan nemenda. Hún ásamt Gunnari E. Finnbogasyni, Hönnu Ragnarsdóttur og Gunnari J Gunnarssyni gerðu rannsókn í sjö framhaldsskólum þess efnis að kanna gildismat og lífsviðhorf ungs fólks innan fjölmenningarsamfélagsins með þá þætti er lúta að hefðum og gildum og hvort þær hafa tekið breytingum á þessum tímum. Fram koma að einelti var áberandi þáttur úr þeirri rannsókn Því mætti segja að Halla sé að fjalla um það sem skiptir hana máli í dags daglega lífinu.
Í kaflanum um Þakklæti yrkir Halla svona:
það eru ekkiorðinþað er orðlausieldurinn
og þetta
þakklátá fallegum degiþað erueinföldu hlutirnirí lífinusem eru dýrmætirbros barnsilmur afnýbökuðu brauðigeislar sólaróvæntirendurfundirfalleg orðfrá góðu fólki
Gleðileg og friðarjól
Magnea