SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir

Guðbjörg Ásta er fædd 1979, er úr Garðabæ, gekk þar í grunn- og framhaldsskóla, þar til að hún byrjaði í líffræði við Háskóla Íslands. Hún starfar í dag sem framhaldsskólakennari.

Þegar hún var lítil stelpa var hún oft að skrifa litlar sögur. Á unglingsárum byrjaði hún að skrifa og vinna í þeim sögum, orti einnig ljóð og skrifaði smásögur. Hún er búin að skrifa margar skáldsögur síðan þá ásamt smásögum og ljóðum. Fáar af þessum sögum hafa þó komið út. Hún hefur einnig skrifað fræðilegt efni sem hefur komið út.

Guðbjörg Ásta hefur gefið bækur sínar út á Amazon. Um þessar mundir fæst hún við að skrifa ævintýrabókaflokk um samskipti álfa og manna. Bók nr 2 í flokknum gaf hún út sjálf.


Ritaskrá

  • 2023  Eldkonan
  • 2019  Ógnin úr hafdjúpunum
  • 2015  Fólkið í klettunum
  • 2014  Svínið sem vildi verða svanur
  • 2004  Íslensk spendýr, í ritstjórn Páls Hersteinssonar og gefið út af Vöku-Helgufell árið 2004