Guðlaug María Bjarnadóttir
Guðlaug María er fædd 1955 og ólst upp á Akureyri.
Hún lauk leiklistarnámi 1977 og síðan uppeldis- og kennslufræði ásamt menntunarfræði á tíunda áratugnum og hefur starfað sem kennari. Hún sendi frá sér ljóðabókina Snert hörpu mína 1989. Um hana skrifaði Jenna Jensdóttir m.a. í Morgunblaðið: „Guðlaug María er ungt skáld, sem lofar góðu. Hún á ýmislegt ólært, en nær samt lengra í skáldskap sínum en almennt gerist með fyrstu bók.“
Árið 1992 sendi Guðlaug María frá sér barnabókina Ævintýri á ísnum. Hún gerist á Akureyri. Um bókina segir í Degi 18. desember sama ár: „Prúður drengur úr Reykjavík fer í heimsókn til skyldmenna sinna fyrir norðan og er tekinn til bæna af tápmiklum systrum. Börnin lenda í ýmsum uppákomum og á stundum ganga systurnar kannski næstum of langt þegar þær eru að prófa frænda sinn að sunnan.“ Snorri Sveinn Friðriksson myndskreytti. Bókin fékk góða dóma hjá Súsönnu Svavarsdóttur í Morgunblaðinu.
Guðlaug María er búsett í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur.
Sársauki
Auk sársaukans
auk sársins
auk angistarinnar
auk einmanaleikans
blæðir úr sárinu mínu
endar allt líf með dauða.
Það er sárt.
Hringinn á enda.
Að kveldi
segir sonur minn systur sinni frá englunum
og syngur hana i svefn.
Að morgni hefst bardagi
hnúar og hnefar
tungan brýnd.
Sem betur fer eru dagarnir
teknir að styttast.
Mynd af Guðlaugu Maríu: Kvikmyndavefurinn
Ritaskrá
- 1992 Ævintýri á ísnum
- 1989 Snert hörpu mína