Guðrún Heiður Ísaksdóttir
Guðrún Heiður Ísaksdóttir er fædd 1989. Hún lauk grunnprófi í myndlist og meistaranámi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Guðrún hefur áður birt ljóð í safnritunum Innvols (Útúrdúr 2013) og Jólabók Blekfjelagsins (2014) og í tímaritinu Neptún. Hún hefur gefið út bókverk, myndskreytt bækur og er liðskona Dulkápunnar, útgáfu ritverka myndlistarmanna. Guðrún kemur einnig fram sem plötusnúður undir nafninu Byssukisi.
Fyrsta ljóðabók Guðrúnar, Mörufeldur, móðurhamur, kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2017. Henni var ritstýrt af Þórdísi Gísladóttur.
Heimild: Vefsíða Partusar
Ritaskrá
- 2017 Mörufeldur, móðurhamur