SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti

Guðrún Jóhannsdóttir er fædd 21. júní 1892 í Sveinatungu í Norðurárdal, Mýrasýslu. Um tvítugt fluttist hún með foreldrum sínum að Brautarholti á Kjalarnesi og kenndi sig síðan við þann stað. Guðrún stundaði nám í kvennaskólanum á Blönduósi og við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Árið 1919 giftist hún Bergsveini Jónssyni og bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust þrjár dætur. Guðrún lést í Reykjavík 29. september 1970.

Guðrún vann mikið að ritstörfum og skrifaði bæði fyrir börn og fullorðna. Hún starfaði einnig að félagsmálum, t.a.m. fyrir Hallgrímskirkjusöfnuð, og flutti erindi í útvarp. Sex bækur komu út eftir hana á tuttugu árum, sú fyrsta Tvær þulur, árið 1927.

Textinn er tekinn orðréttur frá Helgu Kress:

Helga Kress. 2001. „Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti (1892-1970)“, bls. 229. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.


Ritaskrá

  • 1947 Liðnar stundir
  • 1945 Hitt og þetta
  • 1943 Tíu þulur
  • 1941 Börnin og jólin
  • 1929 Tómstundir
  • 1927 Tvær þulur