SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Gunnhildur Þórðardóttir

Gunnhildur Þórðardóttir er fædd árið 1979 og ólst upp í Keflavík.

Eftir að Gunnhildur útskrifaðist af náttúru- og félagsfræðibraut ásamt uppeldisbraut frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja áirð 1999 fluttist hún til Cambridge. 

Á Englandi lagði hún stund á kvennabókmenntir í Newnham College.  Ári síðar fór hún í Listaháskólann í Cambridge (Cambridge School of Art, Anglia Ruskin University). Hún útskrifaðist þaðan árið 2003 með BA (Honours) Art & Art History og lauk MA Arts Management árið 2006 frá sama háskóla. Árið 2019 bætti tók hún viðbótardiploma í listkennslu frá Listaháskóla Íslands.

Með námi sínu á Englandi vann Gunnhildur á krám, kaffihúsum auk sjálfboðavinnu við uppsetningar á sýningum í galleríum og hjá Arts Picturehouse. Eftir að hún flutti aftur til Íslands hefur hún meðal annars unnið sem sérfræðingur hjá Listasafni Reykjanesbæjar og hjá Hafnarborg sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi.

Gunnhildur hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistamaður, sérfræðingur og sýningarstjóri á undanförnum árum og meðal annars starfað hjá Listasafni Reykjanesbæjar, sem og í Hafnarborg sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi. Hún starfar nú sem listgreinakennari í Myllubakkaskóla og verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Fyrsta ljóðabók Gunnhildar, Blóðsteinar, kom árið 2013 en flestar bækur sínar gefur hún út bæði á íslensku og ensku.

Árið 2019 vann hún ljóðaverðlaunin Ljósberann.

Gunnhildur er gift Douglas Arthur Place og eiga þau fjögur börn.

 


Ritaskrá

  • 2023  Dóttir drápunnar
  • 2019  Upphafið árstíðaljóð - The Beginning Seasonal Poems 2019.
  • 2017  Götuljóð - Street Poems 2017 og
  • 2015  Næturljóð - Night Poems
  • 2014  Gerðu það sjálf ljóð - DIY Poetry
  • 2013  Blóðsteinar - Bloodstones

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2019  Ljósberinn - ljóðabókaverðlaun