SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Halla Gunnarsdóttir

Halla Gunnarsdóttir er fædd árið 1981 og ólst upp í Mosfellsbæ.

Halla er kennari og alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt og hefur einkum starfað sem pólitískur ráðgjafi og blaðamaður.

Halla gaf út sína fyrstu ljóðabók, Leitina að Fjalla-Eyvindi, árið 2007. Halla skrifaði einnig ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur, Hjartað ræður för, sem kom út árið 2010 og fræðibókina Slæðusviptingar (2008) sem byggir á MA ritgerð hennar um áhrif írönsku byltingarinnar á líf og störf kvenna.

Halla iðkar ekki aðeins ljóðagerð í frjálsu formi, heldur yrkir hún líka í hefðbundnara formi og tekur reglulega þátt í hagyrðingamótum.

Halla býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og tveimur dætrum.


Ritaskrá

  • 2023  Þú
  • 2013  Tvö jarðar ber
  • 2010  Hjartað ræður för – ævisaga Guðrúnar Ögmundsdóttur
  • 2008  Slæðusviptingar: raddir íranskra kvenna
  • 2007  Leitin að Fjalla-Eyvindi