SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Harpa Dís Hákonardóttir

Harpa Dís fæddist árið 1993. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og framhaldsprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs. Vorið 2019 útskrifaðist hún af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands. Fyrsta bók hennar, barnabókin Galdrasteinninn, kom út árið 2009 og í kjölfarið kom framhaldsbókin Fangarnir í trénu árið 2011. Salka gaf bækurnar út. 


Ritaskrá

  • 2011 Fangarnir í trénu
  • 2009 Galdrasteinninn