SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Heiðrún Ólafsdóttir

Heiðrún Ólafsdóttir er fædd árið 1971 í Reykjavík.

Heiðrún varð stúdent frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla 1998. Hún bjó í Kaupmannahöfn frá 2001 til 2007 og lauk BA-prófi í ensku frá Kaupmannahafnarháskóla 2007. Hún lauk meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands 2014. Þá tók hún viðbótardiplóma í kennslufræðum 2015.

Heiðrún hefur unnið öll heimsins störf, svo að segja; allt frá því að grafa skurði til skrifstofustjórnunar. Hún vann við textagerð hjá ferðaþjónustufyrirtæki í nokkur ár en hætti því starfi í janúar 2017 og hefur síðan helgað sig alfarið skáldskap.

Heiðrún er ein sjö höfunda Ég erfði dimman skóg sem var áhugavert tilraunaverkefni. 

Why are Icelanders so happy, er unnin í samvinnu við Hrefnu Guðmundsdóttur, félagssálfræðing. 

Heiðrún hefur ritstýrt tveimur ljóðabókum og haldið námskeið í ritlist. Þá hefur hún einnig birt nokkur ljóð í Tímariti Máls og menningar.

Heiðrún býr í Reykjavík.


Ritaskrá

 • 2021  Bókin um það sem foreldrar gera þegar börn eru sofnuð (ásamt Lindu Loeskow)
 • 2021  Við hæfi
 • 2017  Ég lagði mig aftur
 • 2017  Why are Icelanders so happy (ásamt Hrefnu Guðmundsdóttur)
 • 2015  Ég erfði dimman skóg. ljóðverk (ásamt fleiri höfundum)
 • 2014  Leið
 • 2013  Af hjaranum
 • 2012  Á milli okkar allt

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2017  Starfstyrkur RSI
 • 2012  Nýræktarstyrkur Bókmenntasjóðs fyrir handritið að Á milli okkar allt  

 

Tilnefningar

 • 2013  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Af hjaranum    

 

Þýðingar

 • 2018  Homo sapína eftir Niviaq Korneliussen
 • 2016  Zombíland eftir Sørine Steenholdt