SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Helga Helgadóttir

Helga kúventi lífi sínu árið 2010, sagði upp vinnu hjá Fjármálaráðuneytinu þar sem hún hafði starfað í 10 ár og ákvað að fara í skóla.  Fyrst lá leiðin í frumgreinadeildina hjá Bifröst, en það er deild fyrir fullorðna sem hafa af einhverjum ástæðum flosnað upp úr námi og ekki lokið stúdentsprófi.  Árið 2011 fór Helga í Háskólann að Hólum og kláraði diploma í ferðamálafræði 2012. Um haustið sama ár hóf hún nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og kláraði BA gráðu árið 2015. 

Fyrsta bók Helgu, Dóttir veðurguðsins, kom út um jólin sama ár hjá Sögum útgáfu. Ári síðar kom svo út Húsið á heimsenda hjá Vestfirska forlaginu. Bækurnar fjalla um þroskasögu Blævar. Hún er örverpi og segja sögunar frá samskiptum Blævar við foreldra hennar sem eru litríkar persónur. Helga segir bækurnar  falla sumpart undir raunsæisbókmenntir þó svo að einstaka draugur og ýmsar sérgáfur komi við sögu. Um þessar mundir er Helga að vinna að þriðju bókinni um sömu persónu. 


Ritaskrá

  • 2020 Jólapakkið - jóladagatal fyrir forvitna (ásamt Kristínu Karlsdóttur)
  • 2020 Hótel Anita Ekberg (ásamt Steinunni G. Helgadóttur og Siggu Björgu Sigurðardóttur)
  • 2016 Húsið á heimsenda
  • 2015 Dóttir veðurguðsins