SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Helga Sigfúsdóttir

Helga Sigfúsdóttir er fædd á Akureyri árið 1991 og býr í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og tveimur drengjum. Helga útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri vorið 2011 og stundaði síðan nám við Háskóla Akureyrar þar sem hún útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði vorið 2016. Síðar lauk hún diplómanámi í kynfræði frá Háskóla Íslands árið 2020 og er í dag meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.

Helga hefur alltaf haft áhuga á allskonar sögum en hana hefur lengi dreymt um að skrifa sínar eigin sögur og gefa þær út. Sá draumur rættist árið 2019 þegar hennar fyrsta barnabók leit dagsins ljós. Bókin heitir Valur eignast systkini og var gefin út af Bókaútgáfunni Sæmundi. Bókin er skrifuð út frá persónulegri reynslu en hún fjallar um strák sem eignast bróður með skarð í vör og góm og er sögunni ætlað að kynna börnum á leikskólaaldri fyrir því hvað skarð í vör og góm er.


Ritaskrá

  • 2021  Valur eignast vinkonu
  • 2019  Valur eignast systkini