Herdís Egilsdóttir
Herdís Egilsdóttir fæddist 18. júlí 1934 á Húsavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og fór þaðan í Kennaraskóla Íslands þar sem hún lauk kennaraprófi árið 1953. Herdís hóf síðan kennslu í Ísaksskóla og starfaði þar í 45 ár, fram til ársins 1998.
Herdís hefur skrifað fjölda bóka, leikrit, sjónvarpsefni og námsefni fyrir börn. Þá hefur hún myndskreytt sumar bækur sínar sjálf. Auk þessa hefur Herdís þróað kennsluaðferðir, á borð við Landnámsaðferðina, sem hún hefur einbeitt sér að frá því hún lauk kennslu. Þá hefur hún látið að sér kveða í fjölmiðlum og haldið þar á lofti mikilvægi hljóðlestraraðferðarinnar. Herdís hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar.
Herdís er búsett í Reykjavík, hún er gift og á þrjú börn. Hér má nálgast viðtal við Herdísi, þar sem hún fjallar m.a. um lífshlaup sitt.
Myndin af Herdísi er sótt á vefsíðu Kvennablaðsins.
Ritaskrá
- 2015 Pappírs-Pési á önglinum
- 2015 Pappírs-Pési í tepparúllu
- 2015 Pappírs-Pési heimsækir sjúkrahús
- 2015 Pappírs-Pési í stórmarkaði
- 2015 Pappírs-Pési í ræningjahöndum
- 2013 Jón Ólafur Sveinn segir frá
- 2012 Pappírs-Pési á skólalóðinni
- 2012 Pappírs-Pési fer í sveit
- 2012 Pappírs-Pési og eldurinn
- 2012 Pappírs-Pési og hjólið
- 2012 Pappírs-Pési verður til
- 2008 Edda týnist í eldgosinu: sönn saga úr Heimaey
- 2008 Sigga og skessan á Suðurnesjum
- 2007 Mæja spæja
- 2006 Sigga og skessan í sólarlandaferð
- 2006 Sigga og afmælisdagur skessunnar í fjallinu
- 2006 Sigga, skessan og leynigesturinn
- 2006 Sigga og skessan á kafi í snjó
- 2006 Sigga og skessan í ferðaþjónustu
- 2006 Sigga og skessan við tröllabrúðkaup
- 2005 Draumar marglyttunnar
- 2004 Dularfulla dagatalið
- 2000 Sigga og afmælisdagur skessunnar
- 1995 Veislan í barnavagninum
- 1993 Þótt desember sé dimmur
- 1992 Söngleikir: Gamla konan og svínið: Gilitrutt
- 1992 Vatnsberarnir
- 1991 Föndur
- 1989 Pappírs-Pési: saga byggð á sjónvarpsmynd frá Hrif
- 1987 Rympa á ruslahaugnum
- 1986 Eyrun á veggjunum
- 1983 Sigga og skessan í umferðinni
- 1981 Gegnum holt og hæðir
- 1979 Við bíðum eftir jólum
- 1979 Spékoppar
- 1975 Draugurinn Drilli
- 1973 Veturinn
- 1973 Haustið
- 1973 Stafa- og vísnakver
- 1973 Afmælisdagur skessunnar í fjallinu
- 1973 Sigga og skessan í vorverkunum
- 1970 Sigga og skessan hjá tannlækninum
- 1970 Sigga og skessan í eldsvoðanum
- 1970 Sigga og skessan í hafísnum
- 1968 Sigga í helli skessunnar
- 1968 Sigga og skessan í sundi
- 1968 Sigga og skessan í fjallinu
- 1968 Sigga og skessan í skóla
- 1966 Leskaflar fyrir lítil börn
- 1956 Bangsi læknir: barnasaga með myndum
Verðlaun og viðurkenningar
- 2008 Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
- 1995 Íslensku barnabókaverðlaunin, fyrir myndskreytt handrit: Veislan í barnavagninum (með Erlu Sigurðardóttur)
- 1990 Skólamálaráð Reykjavíkur: Sérstakt framlag til íslenskra barnabókmennta
- 1989 IBBY á Íslandi,Vorvindar: Viðurkenning fyrir framlag til barnamenningará Íslandi
- 1989 Viðurkenning Barnabókaráðs: Pappírs-Pési
- 1974 Samkeppni Sumargjafar um frumsamið barnaleikrit: Gegnum holt og hæðir