SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hildur Kristín Thorstensen

Hildur Kristín Thorstensen fæddist árið 1992 og ólst upp í Hafnarfirði. Hún á að baki feril sem rithöfundur, söngvari, tónlistarmaður, þýðandi, leikari og leikstjóri. Hildur Kristín útskrifaðist árið 2014 úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ og hélt síðan til Finnlands þar sem hún hóf nám í sviðslistum við Länsi-Suomen opisto. Hildur Kristín kom síðan aftur heim og kláraði framhaldsprófið í klassískum söng og tónlist við Söngskólann í Reykjavík árið 2017, en hún hafði verið nemandi þar síðan 2009. Árið 2017 fór hún í leiklistarnám til Parísar við Cours Florent og síðan Rose Bruford College í London árið 2019.

Hildur Kristín hóf sinn rithöfundaferil með því að skrifa söngleikinn Valburga ásamt finnska tónskáldinu Veli-Pekka Bäckman árið 2016 og skrifaði síðan leikritið Inside the mirror árið 2017 en sama ár kom út ljóðabókin Hugljúfar minningar. Tveimur árum seinna kom út barnabókin Töfraloftbelgurinn eða árið 2019, og þess á milli skrifaði hún leikritin Ég virði þig, systir og Bíll á vegi.

Hildur Kristín hefur leikstýrt tveimur verkum fyrir Listahópinn Kvist, gjörningarverkinu Ljóða-hugleiðslu um frið og kærleika og leikverkinu Requiem sem eru bæði eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Hildur Kristín hefur auk þessa starfað sem þýðandi síðan 2017 og tekið þátt í leikverkum/söngleikjum/óperum hérlendis og erlendis síðan 2010.


Ritaskrá

  • 2019 Töfraloftbelgurinn
  • 2019 Bíll á vegi
  • 2018 Ég virði þig, systir
  • 2017 Hugljúfar minningar
  • 2017 Inside the mirror
  • 2016 Valburga