SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hrund Þórsdóttir

Hrund Þórsdóttir er fædd árið 1981. Hún lauk stúdensprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, BA prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði árið 2004 og MA prófi frá H.Í. í blaða- og fréttamennsku árið 2006. Hrund vann með náminu sem fréttamaður á Morgunblaðinu. Hún hóf síðan störf hóf störf á tíma­rita­út­gáf­unni Birtíngi og vann m.a. fyr­ir Vik­una, Nýtt líf og Mann­líf. Hrund gegnir nú starfi aðstoðarritstjóra fréttastofu 365 og hefur umsjón með fréttum Stöðvar 2.

Hrund segir í viðtali við Stundina frá áfallinu sem hún varð fyrir þegar hún missti systur sína aðeins 13 ára gamla. Í kjölfarið gaf hún systur sinni það loforð að lifa lífinu fyrir þær báðar og byggði hún bók sína Loforðið á þeirri hugmynd. Bókin hlaut mikið lof og hreppti hún Íslensku barnabókaverðlaunin sama ár og hún kom út, árið 2007.


Ritaskrá

  • 2007 Loforðið

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2007 Íslensku barnabókaverðlaunin: Loforðið