SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir fædd árið 1976 og ólst upp í Mosfellsbæ.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefur einnig menntað sig sem matartæknir. Hún hefur unnið margvísleg störf um ævina og kann fjölbreytninni vel.

Kristín fékk áhuga á ritstörfum þegar hún fór á tvö námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í ritlist sem kallast: "Frá Neista yfir í nýja bók." Námskeiðin kveiktu neistann hjá henni og hefur hún lagt stund á skriftir í nokkur ár.

Fyrsta útgefna bók Kristínar hefur að geyma sögur sem skrifaðar eru sérstaklega fyrir fólk af erlendum uppruna og eru því skrifaðar á auðveldu tungumáli, því sem kallað er léttlestrarbækur. 

Auk ritstarfanna á Kristín fjölmörg áhugamál. Eitt þeirra er JCI-hreyfingin og árið 2015 var hún útnefnd sem "senator" eða ævifélagi í hreyfingunni.


Ritaskrá

  • 2024  Tólf lyklar
  • 2023  Birtir af degi
  • 2022  Leiðin að nýjum heimi
  • 2021  Óvænt ferðalag
  • 2020  Nýjar slóðir