SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Aðalheiður Kristinsdóttir

Aðalheiður Jóhanna Kristinsdóttir fæddist 18. maí árið 1916, í Gafli í Víðidal, í Húnavatnssýslu.

Aðalheiður giftist Sigurbergi Frímannssyni og bjuggu þau lengi vel að Fíflholtum á Mýrum en fluttu þaðan árið 1947 að Skíðsholtum í Hraunhreppi þar sem þau ólu upp börn sín, Sigurð, Ásgeir og Hólmfríði Stellu. Aðalheiður og Sigurbergur slitu samvistir eftir um 30 ára hjónaband og flutti Aðalheiður til dóttur sinnar í Svíþjóðar.

Aðalheiður orti talsvert af ljóðum og samdi einnig sönglög sem hún varðveitti með því að syngja þau inn á band.

Aðalheiður lést 11. nóvember árið 2014 í Malmö í Svíþjóð.

 


Ritaskrá

  • 2007  Hnúkaþeyr
  • 1985  Sporaslóð