Kristín Þórunn Kristinsdóttir
Kristín Þórunn Kristinsdóttir er fædd 13. maí árið 1976. Foreldrar hennar eru Kristinn Geir Helgason og Anna Ingólfsdóttir. Kristín Þórunn er uppalin í Reykjanesbæ. Hún lauk stúdentsprófi og sjúkraliðanámi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1992, B.ed grunnskólakennaranámi frá KHÍ 2005 og viðbótardiplómu á meistarastigi í Mál og læsi árið 2014.
Kristín Þórunn er fimm barna móðir, búsett í Reykjanesbæ ásamt eiginmanni og börnum og sinnir ritstörfum samfara grunnskólakennslu.
Ritaskrá
- 2015 Draugastrákurinn Dapri
- 2013 Ferðalag Freyju framtannar