SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín R. Thorlacius

Kristín Rannveig Thorlacius fæddist í Austurbæjarskólanum í Reykjavík 30. mars árið 1933. Foreldrar hennar voru Áslaug Kristjánsdóttir og Sigurður Thorlacius. Kristín lauk stúdensprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Þaðan fór hún í Kennaraháskólann og lauk kennaraprófi árið 1980 og síðan í Háskóla Íslands og útskrifaðist sem bókasafnskennari.

Kristín giftist Rögnvaldi Finnbogasyni árið 1960 og bjuggu þau lengst af á Staðastað á Snæfellsnesi en þar var Rögnvaldur prestur til dánardags, árið 1995. Börn þeirra eru Áslaug, Ingi­björg, Ragn­hild­ur, Sigurður, sem lést 1999, Finn­bogi, Örn­ólf­ur Ein­ar og Ólaf­ur. Kristín starfaði lengst af sem grunnskólakennari á Lýsuhóli í Staðarsveit, allt frá 1973. Því samfara sat hún í sveitarstjórn Staðarsveitar og var auk þess oddviti frá 1978-1986. Árið 1994 hóf Kristín störf sem bókasafnskennari í Borgarnesi og gegndi því starfi til ársins 2005.  

Kristín var mikilvirkur þýðandi. Hún þýddi fjölda bóka, meðal annars Narníubækurnar eftir C.S. Lewis auk fjölda þýðinga fyrir útvarp. Kristín hlaut tvisvar þýðing­ar­verðlaun skóla­málaráðs Reykja­vík­ur. Auk þessa sendi hún frá sér frumsamdar sögur og birti ljóð í tímaritum og ljóðasöfnum. Eftir lát sr. Rögnvaldar bjó hún til prentunar og lét gefa út ljóðabókina Að heilsa og kveðja, auk safns með ritgerðum hans.

Kristín lést 4. júní árið 2018, 85 ára að aldri.

Heimildir:

 • And­lát: Krist­ín R. Thorlacius. 15. júní. 2018. Mbl.is. Slóðin er:  https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/15/andlat_kristin_r_thorlacius/
 • Ættingjar.

Ritaskrá

 • 2010  Var það bara svona?
 • 2008  Sagan um stelpu
 • 1999  Sunna þýðir sól
 • 1972  Börnin á bæ og sagan af kisu
 • Þýðingar
 • 2016  Kakkalakkarnir eftir Jo Nesbø
 • 2012  Boðskapur Lúsífers eftir Tom Egeland
 • 2012  Hrafnarnir eftir Vidar Sundstøl
 • 2011  Hinir dauðu eftir Vidar Sundstøl
 • 2010  Land draumanna eftir Vidar Sundstøl
 • 2009  Sóley eftir Celia Rees
 • 2009  Sjóræningi segir frá eftir Natalie Babbitt
 • 2008  Verðir sáttmálans eftir Tom Egeland (ásamt Áslaugu Th. Rögnvaldsdóttur)
 • 2007  Seiðkonan eftir Celia Rees
 • 2007 Rúnatákn eftir Joanne Harris
 • 2006  Galdrastelpan eftir Celia Rees
 • 2006  Vátíðindi eftir Philip Ardagh
 • 2006  Nótt úlfanna eftir Tom Egeland (ásamt Áslaugu Th. Rögnvaldsdóttur)
 • 2005  Eltingaleikurinn: leitin að Vermeer eftir Blue Balliett
 • 2005  Uppi í skýjunum eftir Paul McCartney
 • 2005  Voðaverk eftir Philip Ardagh
 • 2005  Við enda hringsins eftir Tom Egeland (ásamt Áslaugu Th. Rögnvaldsdóttur)
 • 2004  Heljarþröm eftir Philip Ardagh
 • 2004 Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon
 • 2004  Geitin Zlata og fleiri sögur eftir Isaac Bashevis Singer
 • 2003  Ambáttin eftir Mende Nazer
 • 2001  Sannleikann eða lífið eftir Celia Rees
 • 2000  Engilbjört og Illhuga eftir Lynne Reid Banks
 • 2000  Leyndarmál indjánans eftir Lynne Reid Banks
 • 1999  Indjáninn snýr aftur eftir Lynne Reid Banks
 • 1998  Indjáninn í skápnum eftir Lynne Reid Banks
 • 1997 Lokaorrustan eftir C.S. Lewis
 • 1991  Ignatius Loyola eftir Philip Caraman
 • 1989  Frændi töframannsins eftir C.S.Lewis
 • 1988  Hesturinn og drengurinn hans eftir C.S. Lewis
 • 1987  Silfurstóllinn eftir C.S. Lewis
 • 1986  Sigling Dagfara eftir C.S. Lewis
 • 1985 Kaspían konungsson eftir C.S. Lewis
 • 1984  Ljónið, nornin og skápurinn eftir C.S. Lewis
 • 1983 Meðan eldarnir brenna eftir Zaharia Stancu
 • 1980  Kólumbus og sigurinn á hinu ósigranlega eftir Felipe Fernández-Armest
 • 1978 Francis Drake : landkönnuður, sæfari og sjóræningi eftir Neville Williams
 • 1977 Livingstone og Afríkuferðir hans eftir Elspeth Huxley
 • 1975  Skyggnst yfir landamærin : furðuleg reynsla fólks sem farið hefur yfir landamæri lífs og dauða og átt afturkvæmt eftir Jean-Baptiste Delacour
 • 1974  Maður vopnsins eftir Hammond Innes
 • 1974 Magellan og fyrsta hnattsiglingin eftir Ian Cameron
 • 1973  Ég lifi eftir Martin Gray (ásamt Rögnvaldi Finnbogasyni)
 • 1973  Sér grefur gröf ... eftir Hammond Innes
 • 1972  Kafbátahellirinn eftir Hammond Innes
 • 1962  Ástir og mannlíf af sjónarhóli kvenlæknis eftir Marion Hilliard

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2001 Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur: Engilbjört og Illhuga eftir Lynne Reid Banks