Lily Erla Adamsdóttir
Lilý Erla Adamsdóttir er fædd árið 1985. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands, diplómanámi í textíl frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og meistarnámi í textíl frá Textilhögskolan í Borås. Hún kennir við sömu stofnun og vinnur og starfar við listsköpun.
Kvöldsólarhani er fyrsta ljóðabók hennar.
Heimild: Vefsíða Partusar
Ritaskrá
- 2018 Kvöldsólarhani