SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea frá Kleifum

Magnea (Magnúsdóttir) frá Kleifum fæddist í Strandasýslu 18. apríl 1930.

Magnea hlaut átta mánaða barnaskólamenntun, var einn vetur í unglingaskóla og einn vetur í húsmæðraskóla. Hún var húsmóðir og bóndi auk ritstarfa.

Áður en hún tók að skrifa fyrir börn og unglinga gaf Magnea út nokkrar bækur fyrir fullorðna en fyrsta barnabók hennar, Hanna María, kom út árið 1966. Í kjölfarið fylgdu fleiri bækur um Hönnu Maríu og síðan aðrir bókaflokkar ætlaðir börnum og unglingum.

Bækur Magneu um stúlkuna Sossu hafa hlotið verðskuldaða athygli en í þeim veitir hún lesendum innsýn í líf sveitastúlku í afskekktri sveit snemma á síðustu öld.

Magnea hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir bækurnar um Sossu, meðal annars Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir tvær þeirra og einnig hafa þær verið tilnefndar til H.C. Andersen barnabókaverðlaunanna.

Magnea frá Kleifum lést þann 17. febrúar árið 2015.


Ritaskrá

  • 2010  Hanna María öskureið
  • 2004  Hanna María á héraðsskóla
  • 1999  Í álögum
  • 1998  Sossa sönn hetja
  • 1997  Sossa skólastúlka
  • 1995  Sossa litla skessa
  • 1991  Sossa sólskinsbarn
  • 1987  Tobías, Tinna og Axel
  • 1985  Tobías trítillinn minn
  • 1983  Tobías og vinir hans
  • 1982  Tobías og Tinna
  • 1981  Kátt er í Krummavík
  • 1980  Krakkarnir í Krummavík
  • 1978  Hanna María og leyndarmálið
  • 1974  Hanna María og Viktor verða vinir
  • 1972  Hanna María og pabbi
  • 1968  Í álögum
  • 1967  Hanna María og villingarnir
  • 1966  Hanna María
  • 1964  Hold og hjarta : skáldsaga
  • 1962  Karlsen stýrimaður

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 1996  Barnabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir Sossu litla skessu
  • 1992  Barnabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir Sossu sólskinsbarn
  • 1992  Vorvindar IBBY fyrir ritstörf  

 

Tilnefningar

  • 2000  Til H.C. Andersen barnabókaverðlaunanna
  • 1996  Til H.C. Andersen barnabókaverðlaunanna