SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Rebekka Sif Stefánsdóttir

Rebekka Sif Stefánsdóttir er fædd árið 1992.

Rebekka Sif lauk B.A. gráðu í almennri bókmenntafræði og MA gráðu í ritlist við Háskóla Íslands.

Hún hefur starfað um árabil sem söngkona, söngkennari og lagahöfundur en einnig sem stundakennari í ritlist við Háskóla Íslands.

Fyrsta ljóðabók Rebekku, Jarðvegur, kom út haustið 2020 í samstarfi við Blekfjelagið. Áður höfðu smásögur eftir hana birst í smásagnasafninu Möndulhalla.

2022 sendi Rebekka Sif frá sér barnabókina Gling gló.

 


Ritaskrá

  • 2022  Gling gló
  • 2022  Flot
  • 2022  Trúnaður (hljóðbók)
  • 2020  Jarðvegur
  • 2020  Möndulhalli (ásamt fleirum)