SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Salka Guðmundsdóttir

Salka Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1981 og ólst þar upp.

Salka stundaði nám í leikritun við háskólann í Wales og lauk þaðan BA-námi. Þá lauk hún gráðunni M.Litt. í ritlist frá háskólanum í Glasgow og síðan lagði hún stund á þýðingafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan meistaraprófi árið 2011.

Árið 2009 stofnaði Salka  leikhópinn Soðið svið ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. Leikhópurinn setti upp leikrit Sölku Súldarsker árið 2011 og hlaut hún tilnefningu til Grímuverðlauna sem besta leikskáldið sama ár.

2013 stóð leikhópurinn að sinni fyrstu uppfærslu utan landsteinanna, verðlaunasýningunni Breaker sem fór á Adelaide Fringe hátíðina og var í kjölfarið sýnd á Edinburgh Fringe.

Leikrit Sölku Extravaganza var sýnt á Litla sviði Borgarleikhússsins 2016 en veturinn 2016-17 var hún leikskáld Borgarleikhússins.

Auk leikritaskrifa er Salka afkastamikill þýðandi og hefur hún meðal annars þýtt eitt af stórvirkjum Jane Austen, Emmu (2012) .

Salka skrifar bæði á íslensku og ensku og hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín á báðum tungumálum.

Salka býr í Reykjavík með tveimur sonum sínum og fæst við skrif og þýðingar.

 


Ritaskrá

 • 2018  Skúmaskot
 • 2017  Gilitrutt: barnaópera
 • 2017  Eftir ljós
 • 2016  Extravaganza
 • 2016  Old Bessastaðir 
 • 2016  Ljósberarnir
 • 2013  Manstu
 • 2013  Svona er það þá að vera þögnin í kórnum 
 • 2013  Breaker
 • 2013  Hættuför í Huliðsdal (leikrit)
 • 2012  And the Children Did Not Look Back
 • 2011  Súldarsker (leikrit)

 

Verðlaun og viðurkenningar

(í vinnslu)

 • 2016  Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu á bókunum Skuggahlið og Villta hliðin eftir Sally Green
 • 2015  Úthlutun úr launasjóði sviðslistafólks
 • 2013  Underbelly Edinburgh Award á Adelaide Fringe
 • 2010  Susan Sontag Prize for Translation (honorary mention)
 • 2007  Gaddakylfan fyrir smásöguna Við strákarnir
 • 2005  The Gwilym and Dilys Edmund Award for Excellent Academic Achievements 

 

Tilnefningar

 • 2023  Til Grímunnar: Leikrit ársins fyrir Á eigin vegum (ásamt Maríönnu Clöru Lúthersdóttur)
 • 2017  Til Grímunnar: Útvarpsleikrit ársins fyrir Eftir ljós
 • 2016  Til Grímunnar: Besta leikskáldið fyrir Old Bessastaðir
 • 2014  Til Grímunnar: Barnasýning ársins fyrir Hættuför í Huliðsdal
 • 2011  Til Grímunnar: Besta leikskáldið fyrir Súldarsker

 

Þýðingar

(í vinnslu)

 • 2016  Edward Albee: Hver er hræddur við Virginiu Woolf?
 • 2015  Sally Green: Skuggahliðin 
 • 2015  Sally Green: Villta hliðin
 • 2012  Jane Austen: Emma
 • 2011  Lee Child: Fimbulkaldur
 • 2010  Meg Cabbot: Prinsessa í framboði
 • 2010  Janet S. Charles: Aðþrengd í Odessu
 • 2009  Meg Cabott: Prinsessa í bleiku
 • 2008  Meg Cabbot: Engin venjuleg prinsessa
 • 2008  Raymond Khoury: Griðastaður
 • 2007  Raymond Khoury: Síðasti musterisriddarinn
 • 2007  Meg Cabbot: Ástfangin prinesssa
 • 2006  Michelle Paver: Sálnaflakkarinn
 • 2005  Michelle Paver: Úlfabróðir