SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sigríður Helga Sverrisdóttir

Sigríður Helga Sverrisdóttir er fædd í Reykjavík 25. október 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1984, B.A. prófi í ensku frá Háskóla Íslands 1992 og M.A. prófi í ensku frá sama skóla árið 2008. Þá lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræði árið 2009 og hefur starfað sem framhaldsskólakennari í ensku síðan.

Sigríður Helga  hefur skrifað ljóð og sögur um árabil og einnig fengist við þýðingar. Fyrsta ljóðabók hennar, Rauður snjór, var gefin út af Pjaxa árið 2002. Önnur ljóðabók hennar, Haustið í greinum trjánna, kom út 2017.

Sigríður Helga hefur verið virkur félagi í Ritlistarhópi Kópavogs í um 20 ára skeið og hefur hópurinn gefið út í sameiningu samtals fjórar ljóðabækur, þar af á Sigríður Helga ljóð í þremur þeirra, þ.e. í bókunum Ljósmál (útg. 1997), Sköpun (útg. 2001) og Í augsýn (útg. 2009). Hún hefur einnig birt ljóð sín í blöðum, tímaritum og á vefnum.


Ritaskrá

  • 2019 Úrval ljóða. Þýdd ljóð Piu Tafdrup
  • 2017 Haustið í greinum trjánna
  • 2002 Rauður snjór