SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sólveig Jónsdóttir

Sólveig Jónsdóttir (f. 1982) lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og  meistaragráðu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Sólveig hefur starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur.

Í viðtali í Fréttablaðinu, 13. október 2018, segir Sólveig: „Ég hef hug á því að helga mig ritstörfum í náinni framtíð. Ég hélt það væri of einangrandi að sinna ritstörfum í fullu starfi. Í seinni tíð finnst mér þetta eiga betur við mig, kannski ég sé orðinn meiri einfari. Mér finnst þetta að minnsta kosti mjög gaman og gefandi.“


Ritaskrá

  • 2018    Heiður
  • 2012    Korter