SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1981. Hún er sellóleikari, tónskáld og ljóðskáld. Hún leitar víða fanga í ljóðum sínum; bregður fyrir sig rímnakveðskap og syngur jafnvel á frönsku í stíl við franskan chanson – sem er hin eiginlega þjóðlagahefð Frakka á 20. öld.

Steinunn Arnbjörg hóf sellónám hjá Hauki Hannessyni, lærði síðar hjá Gunnari Kvaran og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000. Þá hélt hún til náms í París hjá Michel Strauss. Frá haustinu 2003 hefur hún lagt stund á barokksellónám hjá Christoph Cion og Bruno Cocset sem og kammertónlist, Gregorsöng, barokkdans og sitthvað fleira. Ytra leikur hún með ýmsum hópum, sér í lagi barokk og spunatónlist. Hér heima hefur hún m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kammersveitinni Ísafold.

Steinunn Arnbjörg hefur sent frá sér tvær ljóðabækur. Hún býr í Frakklandi.


Ritaskrá

  • 2020 Vél
  • 2018 Fugl/Blupl
  • 2016 USS