SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Dagmar

Steinunn Dagmar er fædd og uppalin á Reyðarfirði. Hún er þrjóskt og spaugsamt aldamótabarn sem horfir á heiminn með opnum hug. Hún hefur gaman að list í ýmsu formi, allt frá teikningum til bollastella. Steinunn hefur mikla ástríðu fyrir pennum, er plöntuvinur og skipulagsperri. Einnig hefur hún gaman að því að leika sér með tungumálið og velta fyrir sér spurningum eins og: „Hvert förum við þegar við deyjum?“

Steinunn Dagmar hefur gefið út eina ljóðabók, Hugarheimur skúffuskálds, (2019), sú er sjálfútgefin og er skipt upp í sex kafla sem einkennast af litum. Í hverjum kafla er ákveðið þema sem hvergi er útskýrt fyrir lesandanum svo hver og einn getur búið sér til hugmynd um það hvað býr í raun að baki litaskiptingarinnar. 

Hér má sjá tvö ljóð úr bókinni: 

Í garðinum heima Með kórónu úr fíflum og heimaræktuð hindber í hönd virti ég fyrir mér ríkidæmið Með vöfflur í hárinu og ósvikið bros á vör sveiflaðist ég í trénu Með heiminn í hendi mér og hamingjuna í fararbroddi tók ég stefnuna á tunglið

Strákapör

„Hann er bara skotinn í þér“ var sagt við stelpuna þegar strákurinn hrinti henni „Hann elskar mig bara svo mikið“ sagði konan við sjálfa sig þegar maðurinn reif í hár hennar af einskærri ást mar beinbrot sprungin vör „Æ þetta eru nú bara strákapör“


Ritaskrá

  • 2019 Hugarheimur skúffuskálds