
Steinunn Þorsteinsdóttir
Steinunn Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík 29. september 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1988 og B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1994.
Steinunn hefur brennandi áhuga á blaðamennsku, markaðs-, upplýsinga- og ímyndarmálum, samfélagsmiðlum og viðburðarstjórnun. Hún hefur starfað sem sagnfræðingur og blaðamaður og er í dag upplýsingafulltrúi.
Steinunn býr í Hafnarfirði, á tvö börn og skrifar leikrit, sögur og ljóð í frístundum.
Steinunn sendi frá sér ljóða- og örsögubókina HuX 2018 en áður hefur hún skrifað sagnfræðirit og leikverk sem hafa verið sett upp af áhugaleikhúsum.
Ritaskrá
- 2025 Orðabönd (ásamt fleiri höfundum)
- 2018 HuX (örsögur og ljóð)
- 2011 Höfnin – saga Hafnarfjarðarhafnar (ásamt Birni Péturssyni)
- 2008 Hundrað (örsögur. Gefin út í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar (ásamt Birni Péturssyni)
- 2006 Timeless life on the lava (ásamt Birni Péturssyni)