
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík
Teresa Dröfn Njarðvík er fædd 1991 í Reykjavík. Hún flakkaði mikið um landið en ólst upp að mestu leyti á Bakkafirði og í Mosfellsbæ. Teresa lauk International Baccalaureate Diploma námi frá MH 2010. Hún lauk B.A. prófi í bókmenntafræði (með þjóðfræði sem aukafag) við Háskóla Íslands árið 2014 og M.A. prófi í miðaldafræðum við sama skóla árið 2016. Teresa er í dag í doktorsnámi við Háskóla Íslands í íslenskum fræðum og fæst við handritafræði, rímur og rúnir. Teresa er móðir 5 ára stúlku og sinnir margvíslegum nefndarstöfum. Þá er Teresa jafnframt einn af þremur ritsjórnum SÓN: tímarits um óðfræði.
Árið 2013 gaf Teresa út bókina Bragleik, í sjálfstæðri útgáfu, en bókin var prentuð í litlu upplagi og seldist upp. Væntanleg er tvískipt ljóðabók frá Teresu á næstunni, Antikenosis, Teresa var líka ein af tíu skáldum sem stóðu fyrir ljóðadagskránni Hin svokölluðu skáld í Háskólabíó 2014.
Ritaskrá
- 2017 Antikenosis: Óreiða/Festa
- 2013 Bragleikur