SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Unnur Eiríksdóttir

Unnur Kristjana Eiríksdóttir fæddist á Bíldudal, 7. júlí árið 1921.

Unnur var ein af fimmtán dætrum Eiríks Einarssonar bónda, Réttarholti, Reykjavík, og konu hans Sigrúnar Kristjánsdóttur.

Hún ólst frá barnæsku upp hjá föðurbróður sínum Þorsteini Einarssyni, kennara að Höfðabrekku í Mýrdal.

Unnur hóf rithöfundarferil sinn með smásögum og Ijóðum sem birtust í blöðum og tímaritum.

Fyrsta bók hennar, Villibirta, kom út árið 1969, næst kom ljóðabókin Í skjóli háskans 1971 og loks smásagnasafnið Hvítmánuður, 1974.

Unnur þýddi skáldsögur, m.a. eftir Jean-Paul Sartre og Friedrich Durrenmatt og las margar þýðinga sinna í útvarpi.

Unnur lést 7. janúar 1976, 54 ára að aldri. Sambýlismaður hennar síðustu árin var Stefán Hörður Grímsson, skáld.


Ritaskrá

  • 1974  Hvítmánuður. Sögur
  • 1971  Í skjóli háskans (ljóð)
  • 1969  Villibirta (skáldsaga)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 1974  Listamannalaun

 

Þýðingar

  • 1971  Dómarinn og böðull hans eftir Friedrich Durrenmatt
  • 1969  Snilligáfa er dýrmæt eftir Soya
  • 1969  Höll í Svíþjóð (leikrit) eftir Francoise Sagan
  • 1968  Grunurinn eftir Friedrich Durrenmatt
  • 1968  Nummermann eftir Johan Borgen
  • 1966  Peningavald eftir H C Branner
  • 1966  Teningnum er kastað (Le jeux sont faits) eftir Jean-Paul Sartre
  • 1964  Þorpið sem svaf eftir Monique P Ladebat
  • 1964  Ævintýri frá Chile