![](https://skald.is/rails/active_storage/representations/eyJfcmFpbHMiOnsibWVzc2FnZSI6IkJBaHBBZ0lKIiwiZXhwIjpudWxsLCJwdXIiOiJibG9iX2lkIn19--6caf41e3edd494df9703df34c3d7e80b323787e9/eyJfcmFpbHMiOnsibWVzc2FnZSI6IkJBaDdDem9VYzJGdGNHeHBibWRmWm1GamRHOXlTU0lLTkRveU9qQUdPZ1pGVkRvTWNYVmhiR2wwZVdsYU9ncHpkSEpwY0ZRNkRtbHVkR1Z5YkdGalpVa2lDVXBRUlVjR093WlVPZzlqYjJ4dmNuTndZV05sU1NJSmMxSkhRZ1k3QmxRNkRHTnZiblpsY25RdyIsImV4cCI6bnVsbCwicHVyIjoidmFyaWF0aW9uIn19--025048454440a4ffbe1bfbd2ffec4bffda87ad8b/c9ab35_7ec17e119aeb4f28872e4bbe8702a4c3~mv2.jpg)
Vala Hafstað
Vala (Valgerður) Hafstað fæddist í Reykjavík 1963 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1982, fór síðan til Frakklands í nám og eftir það til Bandaríkjanna. Hún lauk BA prófi í ensku frá University of Wisconsin-Madison 1986, MA prófi í ensku frá University of Washington 1988 og MBA prófi frá sama skóla 1991.
Eftir nærri 30 ára dvöl í Bandaríkjunum fluttist Vala aftur heim, árið 2013. Árið eftir gaf hún út ljóðabókina News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News. Tvítyngda ljóðabókin hennar, Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption, kom síðan út hjá Sæmundi 2018. Þar að auki hefur fjöldi ljóða hennar birst á netinu, flest á ensku. Einnig hafa ljóð hennar og smásaga birst í bókmenntatímaritinu Stínu. Vala hefur unnið við blaðamennsku, pistlaskrif og þýðingar. Hún býr í Reykjavík og er fjögurra barna móðir.
Myndina tók Páll Kjartansson ljósmyndari.
Ritaskrá
- 2018 Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption
- 2014 News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News