SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Árelía Eydís Guðmundsdóttir er fædd árið 16. október 1966. Hún er alin upp í Keflavík og er ættuð frá Brekku á Ingjaldssandi. Árelía lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science  árið 1993. Árelía stundaði doktorsnám við University of Essex og Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 2001.

Árelía starfar sem dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands en sérsvið hennar er leiðtogafræði. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa á fræðilegum vettvangi.

Árelía hefur í gegnum tíðina setið í  mörgum stjórnum og nefndum, allt frá því að hún var virk í háskólapólitíkinn og sat m.a. í háskólaráði og stúdentsráði. Árelía situr í stjórn Samkaupa ehf, Bókmenntaborgarinnar og í stjórn Viðskiptafræðistofnunar.

Árelía Eydís á þrjú börn og býr í Vesturbænum. Heimasíða areliaeydis.is


Ritaskrá

  • 2021     Völundarhús tækifæranna (ásamt Herdísi Pálu Pálsdóttur)
  • 2021      Slétt og brugðið
  • 2019     Sara. Skáldsaga.
  • 2018     Demystifying Leadership in Iceland. An inquiry into cultural, societal, entreprenaurical uniqueness.
  • 2017     Sterkari í seinni hálfleik. Spennandi umbreytingar og heillandi tækifæri í framtíðinni.
  • 2015     Tapað. Fundið. Skáldsaga.
  • 2011     Á réttri hillu. Leiðin til meiri hamingju í lífi og starfi.
  • 2006     Móti hækkandi sól. Lærðu að virkja krafta vonar og heppni í lífi þínu.
  • 2002     Íslenskur vinnumarkaður á umbrotatímum.

Verðlaun og viðurkenningar

  • Demystifying Leadership in Iceland er tilnefnd sem “Book of the year“ hjá European Academy of Managment sem er stærstu samtök á sviði stjórnunar í Evrópu.