SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Valgerður Þóroddsdóttir

Valgerður Þóroddsdóttir er fædd árið 1989. Hún starfar sem ljóðskáld, rithöfundur, útgefandi og sjálfstæður blaðamaður og hefur skrifað greinar, pistla og viðtöl fyrir ýmis tímarit og dagblöð hérlendis og erlendis sem og fyrir útvarpsþætti á borð við Víðsjá, Orð um bækur og Skáldatíma.  

Valgerður sendi frá sér ljóðabókina – Það sem áður var skógur – og samdi eina samstarfsljóðabók – Þungir forsetar með Kára Tulinius.

Valgerður er stofnandi og eigandi útgáfunnar Partusar en hefur einnig birt sín eigin ljóð víða í kvæðasöfnum og í tímaritum eins og Stínu, Tímariti Máls og menningar, The White Review, Poetry Wales, Gutter, Magma, SAND og fleirum. Safn af ljóðum Valgerðar á ensku hafa verið valin til útgáfu árið 2018 í kvæðasafninu New Poetries VII sem er gefið út á fjögurra ára fresti af breska forlaginu Carcanet Press í Bretlandi og er tileinkað nýjabruminu í nútímaljóðlist. Þýðingar Valgerðar af úrvalssafni af ljóðum Kristínar Ómarsdóttur koma einnig út 2018 í Bretlandi. 

Valgerður hefur unnið ýmis verkefni þar sem hún stefnir saman ljóðlist og öðrum listgreinum. Fyrir vinnu sína á sviði útgáfu- og viðburðarstjórnun hefur hún hlotið styrki frá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Arts Council England og Miðstöð íslenskra bókmennta.

Valgerður hefur búið í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Íslandi.


Ritaskrá

  • 2015  Það sem áður var skógur
  • 2012  Þungir forsetar (ásamt Kára Tulinius)

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2014 Tilnefning fyrir hönd Íslands til New Voices verðlaunanna á vegum PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda.
  • 2014 2. sæti í Ljóðakeppni Stúdentablaðsins.
  • 2013 3. sæti í Ljóðaslammskeppni Borgarbókasafnsins.

Heimasíða

http://www.valathorodds.com