SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Vilborg Bjarkadóttir

Vilborg Bjarkadóttir er fædd árið 1984. Hún lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2007 og Meistaraprófi í þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Lokaverkefni hennar í þjóðfræði varð að sýningu sem sett var upp á Heilsuhælinu í Hveragerði og vakti mikla athygli. Verkefnið bar yfirskriftina Þjáning/tjáning og fólst í að taka viðtöl við fólk sem hafði lent í alvarlegu slysi. Vilborg stillti saman sögum fólksins og hlutum frá þeim sem minntu þau á slysið. Sýningin þótt einkar áhrifarík og minnisstæð.

Vilborg hefur gefið út tvær bækur sem hún myndskreytti sjálf. Hún býr í Reykjavík ásamt sambýlismanni og syni.


Ritaskrá

  • 2016  Líkhamur (ljóð/örsögur)
  • 2015  Með brjóstin úti (ljóð)