SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Þóra Elfa Björnsson

Þóra Elfa Björnsson er fædd 5. júní 1939  foreldrar hennar voru Halldóra B. Björnsson og Karl Leó Guðmundsson Björnsson og er hún einkadóttir þeirra.

Þóra Elfa er menntuð sem setjari og var hún fyrsta konan til að ljúka prófi í þeirri iðngrein árið 1959.  Hún starfaði við ýmsar prentsmiðjur eftir að hún lauk námi en starfaði lengst af við kennslu í bókiðngreinum við Iðnskólann í Reykjavík frá árinu 1983. Hún lauk prófi frá Kennaraháskólanum árið 1986.

Þóra Elfa fór ung að fást við skáldskap og þegar hún var unglingur var hún í ritstjórn blaðs sem hét Forspil og kom út af því tvö tölublöð. Það voru „nokkur ungmenni: Ari Jósefsson, Dagur Sigurðar, Atli Heimir og Jóhann Hjálmarsson og fleiri“ sem birtu sögur og ljóð í blaðinu.

Ljóð eftir Þóru Elfu hafa birst í tímaritunum Ljóðormi, Hendingu og Andblæ. Þá hefur hún einnig fengist nokkuð við þýðingar.

2020 kom út ljóðabók eftir Þóru Elfu, Þvílík eru orðabilin.

 

Heimild: Jakob Viðar Guðmundsson, „Fyrsti kvensetjarinn.“ Prentarinn, 1. tbl., 2000, bls. 20.

Myndin af Þóru Elfu er tekin að vefsíðu skáldaseturs Jóhannesar úr Kötlum, johannes.is


Ritaskrá

  • 2020  Þvílík eru orðabilin
  • 2007  Frásögn í Borgfirðingabók
  • 1995  Draumarnir þínir, draumaráðningabók
  • 1992  Frásögn í Söguspegli
  • 1987  Draumaráðningabókin
  • 1980  Frásögn í Átján konur

 

Þýðingar

  • 1986  Kisusaga eftir Robert Fowler
  • 1986  Bangsasaga eftir Robert Fowler
  • 1986  Uglusaga eftir Robert Fowler
  • 1986  Hundasaga eftir Robert Fowler
  • 1985  Benni og vopnasmyglararnir eftir W. E. Johns
  • 1983  Benni á norðurslóðum eftir W. E. Johns
  • 1982  Benni og stolnu skartgripirnir eftir W. E. Johns
  • 1982  Frídagur frú Larsen eftir Martha Christensen
  • 1981  Benni og perluþjófarnir eftir W. E. Johns
  • 1980  Benni í Ástralíu eftir W. E. Johns