SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ása Sólveig

Ása Sólveig Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 12. janúar árið 1945 og lést þann 10. desember 2015. Hún ólst upp með móður sinni, fósturmóður og ömmu. Hún var aðeins 17 ára þegar hún giftist og átti 3 börn á 6 árum en skildi síðar við eiginmann sinn og barnsföður. Hún vann ýmis störf en vann lengst af sem prófarkalesari á Morgunblaðinu. 

Ása Sólveig vakti fyrst athygli með leikritagerð fyrir sjónvarp þegar leikrit hennar Svartur sólargeisli var tekið til sýningar árið 1973 en leikritið fjallaði um kynþáttafordóma í Reykjavík. (Nordic Women's Litterature) Hún hefur skrifað fleiri leikrit bæði fyrir sjónvarp og útvarp en hún er þekktust fyrir skáldsögur sínar; Einkamál Stefaníu sem kom út 1978 og Treg í taumi frá árinu 1979. Sögur hennar vöktu mikla athygli á sínum tíma en báðar fjalla þær um yfirborðskennt og brotið heimilislíf þar sem aðstæður kvenna eru í forgrunni.

Ása Sólveig hlaut Menningarverðlaun Dagblaðsins fyrir Einkamál Stefaníu árið 1978 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir sömu bók.

Mynd af Ásu Sólveigu: Dagblaðið, 26.02.1979.


Ritaskrá

 • 1995 Systir sæl og bless (útvarpsleikrit)
 • 1984 Nauðug viljug (sjónvarpsleikrit)
 • 1980 Hvað á að gera við köttinn (útvarpsleikrit)
 • 1980 Næturþel (útvarpsleikrit)
 • 1979 Gæfusmiðir (útvarpsleikrit)
 • 1979 Treg í taumi (skáldsaga)
 • 1978 Einkamál Stefaníu (skáldsaga)
 • 1975 Ef ekki í vöku þá í draumi (útvarpsleikrit)
 • 1974 Elsa (sjónvarpsleikrit)
 • 1973 Svartur sólargeisli (snjónvarpsleikrit)
 • 1973 Gunna (útvarpsleikrit)

Verðlaun og viðurkenningar

1978 Menningarverðlaun Dagblaðsins fyrir Einkamál Stefaníu

1978 Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Tengt efni